2013 2013

Styrkjum hjartaþræðina. Söfnum fyrir nýju hjartaþræðingartæki

styrkjumhjarta

Hjartaheill og Neistinn hafa hrundið af stað átakinu: Styrkjum hjartaþræðina, til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landsspítalans. Elsta hjartaþræðingartæki á Landspítalanum er nú orðið 16 ára gamalt og aðeins tímaspursmál hvenær notkun þess verður alfarið hætt.  Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu sem er algerlega óviðunandi ástand.

 

Með nýju tæki er hægt að stytta biðlistana og auka lífsgæði fjölda fólks sem nú býr við mikla óvissu. Rúmlega 700 Íslendingar látast árlega af völdu hjarta- og æðasjúkdóma og 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla. Hjartadeildin þarf nauðsynlega að eignast nýtt hjartaþræðingartæki en þar eru framkvæmdar um 200 aðgerðiri í hverjum mánuði.

 

Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti: greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða. 

 

LEIÐ 1:

Valgreiðslur munu birtast í heimabönkum elsta íbúa hvers heimilsfangs á næstu dögum.

 

LEIÐ 2

Styrktarsímanúmer

907 1801 - 1000 kr. framlag

907 1803 - 3000 kr. framlag

907 1805 - 5000 kr. framlag

 

LEIÐ 3

Leggja inn á reikning. Hentar fyrirtækjum og öðrum sem vilja láta meira af hendi rakna.

0513 - 26 - 1600
kt: 511083 0369 

 

Á Facebook síðu okkar má lesa meira um átakið.

Reykjalundarkórinn

Reykjalundarkórinn heldur styrktartónleika í Langholtskirkju föstudaginn 13.desember 2013 kl 20.Reykjalundarkórinn heldur styrktartónleika í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember 2013 kl 20:00.
 
Reykjalundarkórinn var stofnaður árið 1986 og er þetta því 28. starfsár kórsins. Lárus Sveinsson var fyrsti stjórnandi kórsins og dætur hans Ingibjörg og  Hjördís Elín píanóleikarar.  Síðastliðin 13 ár hefur Íris Erlingsdóttir stjórnað kórnum og Anna Rún Atladóttir séð um píanóleik. Í upphafi voru eingöngu starfsmenn Reykjalundar meðlimir í kórnum, en síðar bættust við makar, vinir, börn kórfélaga og einnig hafa margir nemendur Írisar úr Söngskólanum í Reykjavík sungið með okkur.
 
Haustið 2013 var sú staða komin upp að ekki var nægjanlegur fjöldi til þess að halda starfsemi kórsins áfram. Ákveðið var að leggja kórinn niður með glæsibrag og blása til stórra styrktartónleika fyrir Reykjalund sem hefur í gegnum árin sýnt kórnum mikinn velvilja og stuðning.

Lesa meira

Jólabingó Hjartaheilla 2013

Jólabingó Hjartaheilla 2013Miðvikudagskvöldið 11. desember s.l. hélt Hjartaheill sitt fyrsta bingó í félagsaðstöðunni á 2. hæð í Síðumúla 6.


Um 60 félagsmenn og velunnarar mættu og skemmtu sér vel. Spilaðar voru 7 umferðir og voru veglegir vinningar í boðið. Hjartaheill bauð uppá kaffi og jólaöl fyrir, í hléi og á eftir bingóinu. 


Greinilegt er að BINGO nýtur mikilla vinsælda og hefur skemmtinefnd Hjartaheilla ákveðið að efna aftur til BINGO kvölds þegar nær dregur páskum.


Hér er hægt að skoða fleiri myndir.

BINGO

bingo-mdMiðvikudagskvöldið 11. desember n.k. kl. 20:00 ætlum við að vera með jólabingó í Síðumúla 6, 2 hæð.  Fullt af flottum vinningum.  Á alla okkar viðburði eru allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomnir, sjáumst hress.

Jólakaffi Hjartaheilla

Hjartaheill Page 03Munið jólakaffi Hjartaheilla miðvikudagskvöldið 27. nóvember n.k. kl. 20:00 að Síðumúla 6, Reykjavík. Gengið inn vinstra megin í húsið og upp á 2. hæð. Jakob Þór Einarsson kemur og les fyrir okkur smásögu o.fl.

 

Kaffi og með því, hlökkum til að sjá ykkur.

30 ára afmæli fagnað með 30 kílómetra göngu

30 ára afmæli fagnað með 30 kílómetra gönguSunnudaginn 3. nóvember s.l. gengu félagar í Hjartaheillum 30 km. göngu til að vekja athygli á söfnun félagsins fyrir nýju hjartaþræðingatæki og 30 ára afmæli samtakanna 8.október s.l. 

Gengið var frá Reykjalundi að höfuðstöðvum Hjartaheilla í Síðumúla 6 og áfram að Landspítala við Hringbraut. Þetta var táknræn ganga og leiðin valin til að undirstrika það að allir hjartasjúklingar sem fara í stærri hjartaaðgerðir á Landspítala þurfa á endurhæfingu að halda eftir aðgerð og fara flestir á Reykjalund. Síðan taka margir þeirra þátt í starfsemi Hjartaheilla.

30 ára afmæli fagnað með 30 kílómetra göngu sunnudaginn 3. nóvember

ReykjalundurÍ tilefni af 30 ára afmæli Hjartaheilla munu félagsmenn standa fyrir 30 km. göngu til að vekja athygli á söfnun félagsins fyrir nýju hjartaþræðingatæki. Gengið verður frá Reykjalundi að höfuðstöðvum Hjartaheilla í Síðumúla 6, og áfram að Landspítala við Hringbraut. Það er gert til að undirstrika það að allir hjartasjúklingar sem fara í stærri aðgerðir á Landspítala þurfa að fara í endurhæfingu eftir aðgerð og fara flestir á Reykjalund til þess.

Gangan hefst klukkan 9.00 við aðalinngang Reykjalundar á sunnudag og gengið verður með ströndinni vestur að Eiðismýri og til baka að Ægissíðu, um Njarðargötu og loks að Landspítala. Áætlaður komutími að Landspítala er kl. 16.00.

Það er von göngumanna að sem flestir hjartasjúklingar og aðstandendur þeirra sjái sér fært að koma og vera með í göngunni. Göngumönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir gangi alla leið eða hvort þeir láti sér nægja að taka aðeins þátt í hluta göngunnar. Allt fer það eftir getu hvers og eins. Reikna má með að þetta sé nokkuð rösk ganga eða um það bil 5 km hraði á klukkustund. Þess má geta að hjartaþeginn Kjartan Birgisson ætlar að leiða gönguna alla leið og hvetur fólk  til að taka þátt.
 

Kl. 09.00 Lagt af stað frá Reykjalundi

Kl. 10.10 Korpuósar
Kl. 11.10 Hallsvegur
Kl. 12.40 Hjartaheill Síðumúla
Kl. 13.15 Lagt af stað aftur frá Síðumúla
Kl. 15.30 Lagt af stað frá syðri enda Njarðargötu við flugvallaveg, síðustu 2 km.
Kl. 16.00 Komið að Landspítala við Hringbraut

 

Athugið að tímasetningar eru áætlanir og geta skekkst um nokkrar mínútur til eða frá.
Gengið er á stígum svo til alla leiðina að mestu meðfram sjávarsíðunni.

Nánari upplýsingar um gönguna veitir Kjartan Birgisson (sjálfboðaliði í Hjartaheillum) S: 8616465
Síðumúli nr11
Landspítalinn

Hjartaheill 30 ára

Málþing í tilefni 30 ára afmælis Hjartaheilla haldið í Hringssal LSH þann 8. október 2013
Guðmundur Bjarnason formaður HjartaheillaÁgætu málþingsgestir.
Ég vil fyrst af öllu fá að þakka forsvarsfólki hér á Landspítalanum fyrir það að standa fyrir þessu málþingi eða fræðslufundi um hjartalækningar, hjartaþræðingar og annað það er varðar málefni þau sem samtökin Hjartaheill eru einkum að fást við, fjalla um og beita sér fyrir.  -  Og það í öllu því umróti og erfiðu viðfangsefnum sem stjórnendur og starfsfólk Landspítalans þarf að fást við um þessar mundir.

Við Hjartaheilla-fólk ætluðum ekki að hafa mikið tilstand í tilefni 30 ára afmælis samtakanna en beita kröftum okkar fremur að einhverjum þörfum verkefnum af þessu tilefni, svo sem samtökin hafa gert mörgum sinnum á þessu þrjátíu ára tímabili.  

Lesa meira