2012 2012

Lestur, spjall, jólakaffi og ljúfir jólatónar

Hjartaheill (Hjartadrottningar)Fimmtudaginn 29. nóvember n.k. kl.20:00 ætlum við að hittast og eiga góða stund saman að Síðumúla 6, 108 Reykjavík 2. hæð (gengið inn á hliðinni) Eiríkur Örn Norðdhal verður með upplestur úr nýjustu bók sinni. Jólatónlist er í umsjón Ingibjargar Þorsteinsdóttur.      
 
Kaffi, jólaöl, smákökur og jólasætindi. Jólakort okkar verða til sölu á staðnum fyrir þá sem hafa áhuga
 
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR, FÉLAGSMENN, ÆTTINGAR OG VINIR. 
Hjartaheill (Hjartadrottningar)

Tökum afstöðu til líffæragjafa

Tökum afstöðu til líffæragjafa

Sjálfboðaliðar úr röðum þingmanna, líffæraþega og áhugamanna um málefni líffæragjafa lögðust á eitt laugardaginn 24. nóvember s.l. er þeir afhentu fólki bækling frá Landlæknisembættinu um líffæragjafir og hvöttu fólk til þess að tala saman um líffæragjafir og voru meðal annars mjög sýnileg í Kringlunni, Smáralindinni, Firði Hafnarfirði, Glerártorgi á Akureyri og Höfn í Hornafirði. Allir voru í eins bolum merktum „ÉG Vil GEFA“ en markmið átaksins er einfaldleg að fá fólk til þess að segja sínum nánustu frá því hvort það vilji gerast líffæragjafar.

Jólakortasala Hjartaheilla 2012

Jólakortasalan er hafinn hjá Hjartaheillum. Félagsmenn og aðrir velunnar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölufólkinu okkar. Hjartaheill hefur um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar.

Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru nú sex kort í pakka sem kostar 1000,- kr. Hönnuður kortanna er Garðar Pétursson grafískur hönnuður.

 

Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík. Einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

 

Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið lykil fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Landsmenn hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vonum við að svo verði einnig fyrir þessi jól.

 

Panta jólakort

 

Jólakort kerti hvítt  Jólakort jólatré hvítt  Jólakort snjókarl hvítur
Jólakort kerti rautt  Jólakort jólatré rautt Jólakort snjókarl rauður

 

Ganga um Laugardalinn

SkautahöllinFrá og með miðvikudeginum 7. nóvember n.k. (á morgun) mun ganga Hjartaheilla fara fram á miðvikudögum kl. 16.30 frá Skautahöllinni í Laugardal.

 

Gengin verður „léttur“ hringur rétt um 3 km.  og svo verður tekinn stærri og kraftmeiri hringur í beinu framhaldi af honum. Áætlað er að fyrri hringur taki um 50 mínútur og sá seinni svipaðan tíma. Göngustjóri er Kjartan Birgisson GSM 861 6465.

Lesa meira

Rúm milljón safnaðist til Neistans

kringlan neistinn„Láttu hjartað ráða“ var söfnun sem Rekstrarfélag Kringlunnar stóð fyrir til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Söfnunin var liður í hátíðahöldum í tilefni 25 ára afmælis Kringlunnar. Afraksturinn hefur nú verið afhentur Neistanum og safnaðist rúmlega ein milljón króna í stóran hjartalaga risasparibauk. Söfnunarhjartað var staðsett í hjarta Kringlunnar og var fólk hvatt til að láta 500 kr. af hendi rakna og um leið að lita hjartað rautt.

 

Stærsta einstaka framlagið í söfnunina kom frá fasteignafélaginu Reitum, sem gaf 250 þúsund krónur í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar, afhenti Guðrúnu Bergmann Franzdóttur, formanni Neistans, upphæðina. Með á myndinni
er Anney Birta Jóhannesdóttir,dóttir Guðrúnar.

 

Morgunblaðið fimmtudaginn 25. október 2012

Kaffifundur Hjartadrottninga

sam 0104Kaffispjall hjartadrottninga verður í Síðumúla 6, 2 hæð, gengið inn á vinstri hlið hússins, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 frá kl. 14 til 16.


Allar konur sem hafa fengið eða eru með hjarta og æðasjúkdóm hjartanlega velkomnar.

Minningarorð – Aðalsteinn Valdimarsson

Aðalsteinn ValdimarssonAðalsteinn Valdimarsson skipstjóri fæddist á Eskifirði 24. maí 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. október 2012. Aðalsteinn stundaði sjómennsku lengst af ævinnar sem skipstjóri. Aðalsteinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Elínborgu Þorsteinsdóttur 1953. Útför Aðalsteins fer fram frá Eskifjarðarkirkju, í dag, 19. október 2012.

 

Látinn er vinur okkar og félagi Aðalsteinn Valdimarsson. Aðalsteinn sat í stjórn Hjartaheilla til margra ára og sem formaður deildarinnar á Austurlandi til dauðadags.

 

Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Hjartaheill og sat m.a. í stjórn SÍBS um nokkurra ára skeið sem fulltrúi Hjartaheilla og naut hann sín vel á þeim vettvangi.

Lesa meira

„Það var ekkert nema tilhlökkun“

„Það var ekkert nema tilhlökkun“Á milli 15 - 20 Íslendingar þarfnast líffæraígræðslu á ári hverju. Mikill skortur er á líffærum til ígræðslu og lagði hópur þingmanna, undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins, fram tillögu á Alþingi í fyrra um að lögum yrði breytt á þann hátt að Íslendingar verði sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, nema aðrar óskir hafi komið fram áður.

 

Kjartan Birgisson fagnar tillögunni og vonar að hún verði að lögum. Hann fæddist með hjartagalla og fékk nýtt hjarta fyrir tveimur árum, einn 15 Íslendinga sem fengið hafa nýtt hjarta.

„Eftir allskonar rannsóknir, mikla lyfjagjöf og tilraunir til að laga ástandið var sýnt að ég væri kominn með hjartabilun á lokastigi. Það er bara ein viðgerð á því og það er að skipta um líffærið,“ segir Kjartan.

Lesa meira