Mæling í Grindavík 9. febrúar 2018

Mæling í Grindavík 9. febrúar 2018

 

Föstudaginn 9. febrúar fór fram heilsufarsmæling í Grindavík. Sent var út boðsbréf til allra íbúa í Grindarvíkurbæ og þeim boðinn ókeypis heilsufarsmælingar og gefinn kostur á að svara heilsufarskönnuninni Líf og heilsa.

 

Mælingar hófust stundvíslega kl. 09:00 og lauk um kl. 15:30. Alls mættu 161 einstaklingar í mælingu þennan dag.

 

Félögin sem standa að þessu verkefni eru SÍBS, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga og Samtök sykursjúkra í samstarfi við Grindavíkurbæ og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

 

Allir þessir samstarfsaðilar þakka þeim sem mættu í mælingarnar hjartanlega fyrir komuna og hlakka til að hefja mælingu í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði mánudaginn 12. febrúar kl. 10:00 til 15:00.

 

Hér er hægt að sjá myndir frá mælingunni 

Submit to Facebook